Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Sjálfsvirđing systur minnar !


Spurning:

sæl/ll Ég á tólf ára systur sem að ég hef rosalegar áhuggjur af, eða réttara sagt hef ég áhyggjur af sjálfsmyndini hennar og sjálfstrausti. Málið er að við fluttum á höfuðborgarsvæðið fyrir 2 árum og því fylgdi auðvitað miklar breytingar, þá sérstaklega fyrir hana fannst mér þar sem að hún þurfti að skipta um skóla og aðlaga sig að umhverfi þar sem að hún þekkti engan..það tók hana smá tíma að eignast vini sem er svosem allt í lagi, hún eignaðist eina góða vinkonu og þær voru óaðskiljanlegar en þessi vinkona hennar var alltaf rosalega ráðrík og systir mín er rosalega mikil \"gunga\" og lætur undan þannig að ég vissi aldrei hvað mér átti að finnast um þessa vinkonu hennar. En allavega þá svona í stuttu máli þá getur systir mín ekki tekið NEINAR ákvarðanir sjálf..ég get svo svarið það ég er ekki að skrökva..ég er búin að vera að \"neyða\" hana til að læra að taka ákvarðanir sjálf :) en það virðist ekki virka ..er ég að ætlast til of mikils af henni? eiga ekki allir eldri en 10 ára að geta tekið ákvarðanir sjálf? Hljómar kannski asnalega en hún getur ekki einu sinni ákveðið í hvaða föt hún eigi að fara í eða í hvaða skó..og þegar að ég hef verið að \"neyða\" hana til að taka ákvörðun um það sjálf verður hún pirruð og eins og hana langi að gráta. Mér bara finnst það ekki eðlilegt. Hún er rosalega hænd foreldrum okkar og er illa við að sofa ein. Fær oft \"nett\" kvíðaköst þegar að reynt að er fá hana til að sofa ein og þar sem að það er ekkert ofbeldi á heimilinu eða neitt þá vill ég tengja þetta við jafnaldrana eða lélegt sjálfsmat? er það rangt? Eða fylgir þetta bara örverpum ? :) hún er yngst Ég er líka búin að vera að fylgjast með bloggsíðunni hennar, þessi vinkona sem að ég nefndi er svo mikið að ráðskast með hana ef ég má orða það svo. Hún er að segja henni að breyta hinu og þessu og systir mín gerir allt sem að hún segir og satt að segja fer það pínu fyrir brjóstið á mér. Á hún ekki að hafa meira sjálfstraust en þetta? eða er þetta bara e-ð skeið? Hún er bara svo hæfileikarík og greind stelpa,væri synd ef að þetta vindir svo uppá sig og verður verra og ef að það er e-ð sem að þú sérð að sé mögulega að við þetta bréf mitt er ég meira en til í að gera mitt besta til að hjálpa henni. Kannski líður henni eins ogþað sé verið að gagrýna sig eða undir þrýstingi eða að hún sé að gagrýna sjálfa sig mikið. Ég veit svosem hvernig það er, og ég sé bara svo margt í henni þegar að ég var á þessum aldri..mig langar bara að koma henni frá þessu \"ástandi\" og kenna henni að treysta á sjálfa sig og mikilvægast af öllu að hún læri að taka ákvarðanir sjálf. Að mínu mati getur það verið hættulegt að taka gagrýni inná sig eins og hún gerir sig..og hún er svo ung! Svo eitt, þegar að við fluttum var ákveiðið að reyna að koma henni í íþróttir sem fyrst og fá félagsskap og hún ákvað að æfa samkvæmisdans (já,stór partur af þessari íþrótt er bæði að geta gagrýnt sjálfa sig og að þola gagrýni frá öðrum því að þetta er svona \"fullkomnunaríþrótt\") sem að hún er rosalega góð í búin að finna allar 4 keppnir sem að hún hefur keppt í :) hún er líka rosalega metnaðarfull og með fullkomnunaráráttu sem að mér finnst líka óeðlilegt, hef aldrei séð 12 ára krakka með eins mikila fullkomnunaráráttu. Ég er búin að vera að vinna í því að hrósa henni og spjalla við hana og vera vinkona hennar. En samt finnst mér það ekki nóg Vonast til að fá svar ...eða er ég bara með óþarfa áhyggjur?


Svar:

Sæl

 

Það er alveg augljóst að þér er ekki sama um systur þín og að þú hefur þó nokkrar áhyggjur af hennar líðan. Það virðist vera að hún sé þó nokkuð óörugg með sig og er greinilega viðkvæm fyrir gagnrýni. Það besta sem þú gætir sennilega gert fyrir hana er að vera til staðar fyrir hana. Ef þú ert stóra systir hennar þá er nokkuð víst að hvernig þú ert við hana skiptir hana miklu máli. Að hlusta á hana og eyða tíma með henni og þannig að láta hana vita að hún skiptir þig máli.

 

Að eyða tíma með henni er miklu mikilvægara heldur en að segja henni hversu mikið er varið í hana. Okkur líður vel með sjálf okkur og finnst við vera mikils virði ef þeir sem okkur þykir mikilvægir vilja vera í návist okkar. Þú ert í óska stöðu til að hafa áhrif á systur þína. Með því að eyða tíma með henni og virkilega hlusta á hana án þess að vera svo mikið að ala hana upp eða segja henni til er það sem þú gætir gert í stöðunni eins og er. Þannig nær hún að treysta meira og í kjölfarið að tala meira og þá ætti henni vonandi að fara að líða betur.

Gangi þér vel

Páll Einarsson

Psychotherapist MSc

persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.