Kvíđi / Spurt og svarađ

Hjálp án sálfrćđings


Spurning:

Ég er búnað taka nokkur próf hérna á þessari síðu og segja þau mér öll að leita hjálpar. En málið er ég er svo rosalega lokuð manneskja. Á mjög mjög! bátt með að tala við fólk um vandamál mín og treysti því yfirleitt ekki fyrir vandamálum mínum. (Átti mjög erfitt með að ákveða hvort ég ætti að skrifa eitthvað hér eða ekki) Ég reyni alltaf að takast á við vandamálið sjálf því aðrir hafa allveg nó og mörg vandamál á sinni könnu og ég vil ekki láta þá hafa áhyggjur af mér líka. Ég verð að tala við einhvern en ég bara fæ mig alldrei til að gera það fer alltaf í afneitun. Ég er með einhverja félagsfælni held ég og fæ oft svona þunglyndisköst inná milli. Hvað er hægt að gera við svona án þess að fara til sálfræðings? (plís hjálpiði mér)


Svar:

Sæl

Það er fyrir flesta sem koma til sálfræðings í fyrstu mjög erfitt, en flestir eru sammála um að það er langt því frá eins erfitt og fólk taldi í fyrstu.  Hinsvegar ef ég reyni að svara spurningunni hvað annð er hægt að gera.  Það er hægt að reyna að lesa sér til um vandann, lesa sér sjálfhjálparbækur og gera verkefni sem mælt er með í þeim bókum.  Væri líka gott að byrja með að líta í kringum sig og hugsa hvern væri hægt að tala við, mér dettur í hug heimilislæknir, ef þú ert í námi þá námsráðgjafa eða í vinnu er kannski einhver starfsmannastjóri osfrv.  Vinir og fjölskyldumeðlimi eru stundum og nánir en á sama tíma gæti leynst þar einhver sem þú treystir og getur byrjað að ræða við.  Svo er stuðningur eins og að vinalínan þar sem vinna einstaklingar sem eru þjálfaðir í að hlusta.

gangi þér vel

Björn Harðarson

sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.