Kvíđi / Spurt og svarađ

Skjaldkirtill, kvíđi og barneignir


Spurning:

hæ ég er 26 ára kvk. ég er með manni sem ég hef verið með í 7 ár og við eigum 1 strák sem er 2 ára. Ég veit ekki hvernig ég á að byrja, ég er léleg í að útskýra. Ég og maðurinn minn erum búin að reyna að eiga barn síðan í ágúst 06. ekkert gengur en gekk perfect með strákinn okkar sem er 2 ára. ég er með reglulega blæðingar og allt. En það eru svo margir sem segja að ég hafí allt og mikið af áhyggjum og sé rosa stressuð. Ég ber ekki á móti því ég má stundum ekki heyra smá í stráknum á næturnar þá spennist ég öll upp, önduninn verður hraðari. Ég get ekki t.d setið á rassinum og slakað á í vinnunni, þarf alltaf að vera á fullu. Svo annað Skjaldkirtillinn vanvirkur og heiladingullinn voru ekki að starfa eðlilega. Var sett á lyf sem heitir Levaxin í mánuð 1 tafla á dag. Svo fór ég í blóðprufa fyrir viku síðan og þá var skjaldkirtillinn farinn að starfa eðlilega en heiladingullinn var enþá undir meðallagi. Læknirinn sagði að þetta væri allt í lagi svo sem. En það sem mér finnst það er erfitt að útskyra það svona. Mamma mín segir að ég hafi breyst við fæðinguna hjá stráknum mínum. Það er satt. mér finns ég vera orðin svo minnislaus/ tek illa eftir. Mjög oft með hausverk, finns erfitt orðið að keyra á erfitt með að einbeita mér. Alltaf með áhyggjur sérstaklega peningalega og útaf vinnunni. Svo er eitt sem mér finnst skritið það var það að kærastinn minn hélt framhjá mér með vændiskonu fyrir ári síðan. Ég er bara svo hissa að ég tók þessu ekki svo svakalega illa þegar hann sagði mér frá þessu. Við höfum aldrei rifist útaf þessu en við ræðum þetta stundum af og til. Ég hélt að langflestir myndu hætta saman þegar svona gerist. Svo tók ég þetta próf hjá ykkur sambandi við áhyggjum af öllu. Í niðurstöðunni var sagt að maður ætti að hafa samband við sálfræðings eða geðlæknis til að fá frekari greiningu en ég hef bara ekki það mikin pening til að gera svoleiðis, svo bý ég á Ak Ég hef verið hjá Geðlækni það var árið 99. Ég reyndi þá sjálfsmorð og var inná geðdeild í viku. Svo reyndi ég aftur sjálfsmorð áramótinn 99 bæði skiptin gerði ég þetta undir áhrifum áfengis. Ég er ekki í neinum hugleiðingum sambandi við svona ég er mjög ánægð með það að vera móðir, mér og litla fjölskyldan mín gengur bara býsna vel mig langar t.d í annað barn. Ég veit ekki hvort þið getið eitthvað skilið hvað ég var að reyna að segja. En mér þætti gott að geta fengið svar og fengið aðeins hjálp. Með fyrirfram þökk 26 kvk


Svar:

Sæl

Það getur verið erfitt að meta nákvæmlega hvað er að valda hverju.  Það er greinilegt að þú ert með aðstæður sem þyrfti að vinna úr, framhjáhaldið, streitan, kvíðin og að vera að reyna að eignast barn.  Ég veit að það kostar að fara til sálfræðinga en ef ég væri þú mundi ég reyna að athuga hvort að séu leiðir eins og að félagsþjónustan styrki þig eða stéttarfélag geti niðurgreitt, þú mundir allavega geta nýtt þér einhvern sem getur hjálpað þér.  Varðandi kvíðan er líklegt að hér sé um samverkandi þætti að ræða.  Einkennin lýsa sér að einhverju leiti eins og þú hafir á tímabili mögulega verið farið úr vanvirkum skjaldkirtli í of virkan sem getur skýrt hraðari hjártslátt, kvíðan, hausverkin og einbeitingarleysið.  Streitan getur auk þess verið þáttur í þessu þar sem margt hefur verið að gerast hjá þér og ykkur.  Mikilvægt er að spyrja lækni ráða með að skoða stöðu skjaldkirtilsins.  Kvíðin gæti líka hafa þróast á þessum tíma og einhvern veginn tekið við sem kvíðavandamál.  Tel ég því mikivægt að þú hugsir um að finna leið til að ræða við einhvern það virðist eins og þú hafir margt til að vinna úr (nýlega og eldri hluti), finna leið til að ná slökun reglulega, reyna að finna leið til að þð náið að styrkja ykkur samband og athuga jafnframt með stöðu skjaldkirtilsins.

 

gangi þér vel

Björn Harðarson

sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.