Sambönd / Spurt og svarađ

Sćrum hvort annađ


Spurning:

Hvað á ég að gera? Ég er 24 ára strákur sem var að hætta í 4 ára sambandi, ég hélt fram hjá henni fyrir um tveimur árum síðan og hún var að frétta það núna, ég hafði aldrei kjark til þess að segja henni það því þetta voru mestu mistök lífs minns og var hræddur um að hún myndi aldrei fyrirgefa mér. Þegar hún frétti þetta hættum við saman og ég er í rusli en hún virðist núna vera reyna særa mig, hittir aðra stráka og og hitti mig í sömu viku og tvö aðra gaura.. Ég er ráðalaus, hvað á eg að gera til þess að fá hana aftur? eða ætti eg að prófa eitthvað nýtt líka ?


Svar:

Sæll

Afleiðingar frmhjáhalds geta verið mjög erfiðar og tekur oft mjög langan tíma að vinna upp traust og fara að líða betur.  Hún er greinilega særð og líður illa, sem gæti verið skýringin á því að hún er að gera þig afbrýðusaman með því að hitta aðra á sama tíma og hún hittir þig.  "Hefndin" getur verið þar mjög eðlileg tilfinning en á sama tíma gerir fók sér ekki grein fyrir að það eykur til lengdar bara vanlíðan sinn.  Það er engin lausn að stökkva af stað og gera slíkt hið sama, þá eru þið bæði farin að skylmast og særa hvert annað meira og meira.  Það kemur ekkert gott útúr þannig stríði.  Mögulega er ekki aftur snúið og of seint að laga það sem hefur gerst og eina sem hægt er að gera að reyna að ná sér eftir þetta.  Hinsvegar ef þú vilt fá hana aftur ættirðu að passa þi að fara ekki í neinar skylmingar, útskýra kannski frekar hvernig þér líður og þér finnst þið vera að særa hvert annað. 

 

gangi þér vel

Björn Harðarson

sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.