Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

Köst tveggja ára barns


Spurning:

Hæ hæ ég er með smá fyrirspurn varðandi dóttir mína sem er tveggja ára og 8 mánaða. Hún er almennt að eðlisfari mjög hress og tala allir um hvað hún er glaðvært barn. Hún er mjög ákveðinn hinsvegar en hefur oftast tekið tiltali ef þess þarf og sýnir mikinn skilning. Það sem vandamálið er að hún er að taka þessi svakalegu gráturs/brjálæðisköst þar sem að það er ekki hægt að ná neinu eða litlu sambandi við hana og það er farið að taka ansi mikið á. Þetta gerist oftast þegar hún er vakin. Ýmist vaknar hún rólega en svo þegar maður byrjar að tala við hana að þá er eins og hún sturlist, stundum gerist það meðan hún er að vakna. Það má enginn koma nálægt henni en samt vill hún hafa einhvern hjá sér. Þetta snýst ekki um frekju því hún er nú ekki að biðja um neitt áður en köstin koma. Hún getur beðið um eitthvað í köstunum en svo þegar maður lætur hana fá hlutinn brjálast hún enn frekar og grýtir hlutnum frá sér og grætur enn sárar því hún vill fá hann aftur. Stundum fæ ég á tilfinningunni eins og hún sé dauðskelkuð í sumum köstunum eins og hún sé hrædd um að við séum að fara að skilja hana eftir en leið og við nálgumst hana þá brjálast hún frekar. Mest hefur svona mikið kast tekið 45mín. en oftast ekki lengur en í 20 mín. Þegar hún hættir loks að gráta og öskra þá er eins og ekkert hafi gerst en það tekur hana alveg upp í 15 mín. að jafna sig þar sem að við náum loks sambandi við hana og getum lagst hjá henni og talað við hana í rólegheitum. Eftir þetta er hún mjög glaðvær en getur nú líka verið mjög þreytt eftir grátinn. Þetta hefur gerst einstaka sinnum á kvöldin en ekki oft. Besta ráðið sem við foreldrarnir höfum fundið út er að vera inni hjá henni og snúa baki í hana þannig að hún finni að við séum til staðar og ef hún kallar á okkur að snúa okkur við og meta viðbrögðin og þá ýmist nálgast hana eða snúa okkur aftur við. Þegar við fórum að skoða hvenær þetta byrjaði,ca. tveir mánuðir síðan, þá kom það fyrir að hún var að fara að sofa og það var lítil húsfluga hjá henni og hún verður svo hrædd að hún tryllist alveg. Eftir þetta þá mátti ekki vera eitt kusk á gólfinu því það var fluga og hún var hrædd. Hún jafnaði sig smám saman og gat farið að labba á gólfinu og horft á hundinn leika sér við flugurnar sem komu í gluggann, en þá byrjuðu þessi tryllingsgrátköst á morgnanna. Þetta er ekki hvern morgun en oftar en ekki. Þessi köst eru nú farin að hræða mann svolítið og mig langar að vita hvort ástæða sé til. Er eðlilegt að börn láti svona? Nú á ég líka 6 ára strák og ekki hefur hann tekið svona tímabil. Getur verið að það liggi eitthvað á bakvið þessi köst? og ef svo er hvað get ég gert til að hjálpa stelpunni og láta þessi köst hætta? Með fyrirfram þökk Ráðalaus móðir


Svar:

sæl

Það er alltaf erfitt að fullyrða nákvæmlega útfrá stuttum lýsingum en hinsvegar miðað við aldur barnsins og kastanna sem þú lýsir er líklegasta skýringin að um eðlilegan hlut sé að ræða.  Mjög algengt er að börn gangi í gegnum tímabil sem þau fái köst áþessum aldri.  Þetta er það sem hefur verið kallað á ensku "temper tandrums" og er í raun erfiður tímir fyrir foreldra sem reynir oft á samskipti barna og foreldra.  Mikilvægt er að vinna í sinni eigin þolimæði vera ákveðin og hafa afleiðlingar.  Mikilvægt er að þið samhæfið ykkur bregðist við þessu með bæði ákveðni til að stoppa köstin en einnig þþolimæði og hlýju.  Hægt er að finna ýsmislegt um uppledi og viðbrögð undir börn á persona.is og svo er líka bara hægt að google temper tandrums

 

gangi þér vel

 

Björn Harðarson

sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.