Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Ráđalaus móđir


Spurning:

Mig langar að spyrja ég á stelpu sem er 7 ára. Hún er hrikalega neikvæð í tali og háttum. Getur líka mikið að tuða yfir hinu og þessu. Hún er svolítið inn í sér(feimin) og þessu hegðu virðist ekki koma fram í skólanum bara heima. Getur þetta verið merki um þunglyndi hjá henni? Hún á systur sem er allt öðruvísi alltaf kát og glöð og auðvelt að gera til hæfis og auðvelt að neita um hluti, hin fer alveg á hinn vegin við neitun á hlutum og gefst ekki upp auðveldlega. Við erum að reyna að sýna henni að það sé betra að vera jákvæður og kátur en virðist ganga illa. Ég geri mér ekki grein fyrir hvernær þetta byrjaði, allavegana ekkert áfall eða neitt þannig sem ýtti þessu af stað í raun hefur hún alltaf verið svolítið kraftmikil þarf að hafa mikið að gera og þurft mikið að hafa fyrir henni. Núna er líka allt þannig að hún nennir engu er farinn að tala um að nenna ekki í skólan sem hefur þó alltaf verið mjög gaman að fara í, er liggur við dottin út úr tómstundum út af henni finnst leiðinlegt o.s.frv. Einhver ráð hvað er best að gera eða hvert er best að leita? Kv.ein ráðalaus móðir


Svar:

Sæl

Það er erfitt að segja til um hvað getur verið að gerast hjá stelpunni þinni. Ef þessi hegðun tengist eingöngu heimilinu þá gætu hafa orðið einhverjar breytingar þar sem hún á erfitt með að taka eða er ekki sátt við. En þú segir líka að hún sé hætt að vilja fara í skólann og sé að detta út úr tómstundum svo það gæti verið eitthvað sem hefur farið úrskeiðis þar eða í vinahópi hennar. Ég læt hér fylgja símanúmer hjá tveimur sálfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu á vandamálum barna. Þú ættir að hafa samband við annan hvorn þeirra og athuga hvort þeir geti ekki ráðlagt þér með dóttur þína.

Davíð Vikarsson, sálfræðingur: 64506608

Gunnar K. Karlsson, sálfræðingur: 844 5523

Gangi þér vel,

Eggert S. Birgisson, sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.