Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Hvađ er hringlyndi


Spurning:

Kærastinn minn var að læra um geðhvörf í sálfræði og sagði að hann héldi að ég gæti verið með eitthvað sem heitir hringlyndi eða cyclotymic disorder. Mig langaði bara að vita hvernig það lýsti sér og hvað væri hægt að gera við því.


Svar:

Sæl, til þess að að geta svarað þessu er mikilvægt að lýsa fyrst því sem er alvarlegra og fólk kannast frekar við þ.e. Tvískautaröskun (Maniac-Depression) sem einkennist af því að einstaklingurinn sem greindur er með þetta vandamál upplifir bæði tímabil oflætis (mania) og þunglyndis. Oflæti lýsir sér yfirleitt þannig að þróttur einstaklingsins eykst svo um munar, hann/hún þarf minni og minni svefn, verður uppfullur af hugmyndum og verður ólmur í að framkvæma sem flestar. Hugurinn fer á mikið flug og erfitt er fyrir okkur hin að fylgja eftir einstaklingi þegar hann er í/með oflæti. Allt tal verður auk þess svo hratt og mikið að enginn annar kemst að. Hvatvísi og mikil virkni er greinileg, einstaklingurinn fær "mikilmennskuhugmyndir" um sjálfan sig, telur sig geta framkvæmt nánast allt og ekkert er honum/henni ofaukið eða óyfirstíganlegt
Á tímabili þunglyndis verða einkennin andstæða þess sem lýst er hér að ofan. Einstaklingurinn upplifir mikið vonleysi, það hægist á allri hugsun, stöðugar áhyggjur, léleg sjálfsmynd, samviskubit, þreyta og aukin svefnþörf. Það dregur úr allri virkni, og félagslyndið verður lítið sem ekkert, auk þess sem matarlyst og áhugi á kynlífi minnkar
hverflyndi, þar sem skapsveiflurnar ná samfellt yfir minnst tveggja ára tímabil, bæði með oflæti og þunglyndi, án þess að ná greiningarviðmiðum oflætis eða alvarlegs þunglyndis.
            Það má í raun segja að hringlyndi er með þessi sömu einkenni nema hvað fólk missir ekki eins mikið tökin á raunveruleikanum með mikilmennsku hugmyndum eins og í oflæti við tvískautaröskun.  Sumir hafa jafnvel nefnt að það geti verið ákveðin kostur að fara upp í þetta væga oflæti (hypomania), þeir einstaklingar hafi mikla orku til að koma hlutum í verk og sofi lítið.  Einhver nefndi einu sinni að John F. Kennedy hafi þjást af “hypomaniu”.  Þegar fólk með hringlyndi fer niður nær það ekki greiningarviðmiðum þunglyndi heldur frekar vægari einkenni sem hægt væri að nefna sem tímabil depurðar.  Til að uppfylla skilyrði fyrir greiningu á hringlyndi þurfa þessar sveiflur að standa yfir í minnst 2 ár og fólk sé ekki einkennalaust í meira en tvo mánuði.  Þessir einstaklingar eru oft lýst af öðrum sem sveiflótt(ur) í skapi, óútreiknaleg(ur), ótraust(ur) osfrv og þar af leiðandi eiga það til að skipta oft skapi án oft sjáanlegra ástæðna.  Þú spyrð auk þess hvað sé hægt að gera við þessu.  Í raun leita ekki allir sér aðstoðar sem glíma við þetta vandamál og komast jafnvel ágætlega í gegnum lífið.  Hinsvegar má benda á að sömu meðferðir eins og t.d hugræn atferlismeðferð ber ágætis, sérstaklega þar sem hér er um vægari einkenni að ræða en í tvískautaröskun og mun meira innsæi og þar af leiðandi auðveldara að vinna með.

Gangi ykkur vel

Björn Harðarson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.