Geđsjúkdómar / Spurt og svarađ

Jađarpersónuleikaröskun


Spurning:

Hvad er jaðarpersónuleikaröskun?


Svar:

Jaðarpersónuleikaröskun (borderline personality disorder) er geðröskun sem einkennist af lítilli stjórn á tilfinningum, öfgakenndri svart-hvítri hugsun og átakamiklum samböndum. Svart-hvít hugsun er kölluð svo vegna þess að henni fylgir tilhneiging til að trúa því að hlutirnir séu annaðhvort á einn eða annan veg en ekkert þar á milli. Þá er einnig áberandi hvað sjálfsmynd er brotin og fólk með jaðarpersónuleikaröskun er mjög hvatvíst frá æsku. Sjálfsskaði, eins og að skera í handlegg, brenna sig eða reyna sjálfsvíg, er einnig algengur hjá fólki með jaðarpersónuleikaröskun. Margir sem greinast með jaðarpersónuleikaröskun hafa lent í áföllum eða misnotkun í æsku.

Ýmsar kenningar eru uppi um orsakir jaðarpersónuleikaröskunar en þær felast aðallega í því að fólk með jaðarpersónuleikaröskun hafi mjög skerta sjálfsmynd og líti á sjálft sig sem slæmt eða óverðugt. Sumir telja að ef börn alist upp í umhverfi þar sem gert er lítið úr tilfinningum þeirra eða þær sagðar óréttmætar læri börn ekki að þekkja tilfinningar sínar, læri ekki að tjá þær og kunni því ekki að bregðast við þeim. Því verða tilfinningarnar oft svo yfirþyrmandi að fólk grípur til þess ráðs að skaða sjálft sig. Það er þó rétt að leggja á það áherslu að slíkt er engin lausn og getur að sjálfsögðu verið mjög hættulegt.

Það er einnig talið mjög líklegt að jaðarpersónuleikaröskun verði til vegna samspils umhverfis og erfða. Þá er gengið út frá því að fólk erfi einhvers konar móttækileika eða næmni fyrir jaðarpersónuleikaröskun og ef það svo elst upp í umhverfi sem getur stuðlað það þróun röskunarinnar er líklegt að fólk þrói með sér jaðarpersónuleikaröskun.

Jaðarpersónuleikaröskun er hægt að meðhöndla og meðferð verður alltaf árangursríkari. Stundum eru gefin lyf sem bæta almenna líðan, draga úr skapsveiflum og minnka hvatvísi. Hugræn atferlismeðferð er samtalsmeðferð sem einnig hefur gefið góða raun við meðferð jaðarpersónuleikaröskunar.

Ég vona að þetta svari að einhverju leiti spurningu þinni. Efnið er þó viðamikið og ef þú hefur áhuga á að kynna þér það nánar er mikið um jaðarpersónuleikaröskun á netinu. Ef þú lest ensku þá er hér tengill á síðu með ágætisumfjöllun:

http://en.wikipedia.org/wiki/Borderline_personality_disorder

Eggert S. Birgisson, sálfræðingur

eggert@persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.