Sambönd / Spurt og svarađ

Fyrrverandi kominn međ ađra


Spurning:

Hæ ég og kærastinn minn vorum að hætta saman og þegar fjórir dagar voru liðnir var hann bara farinn að kynnast annarri stelpu og svo viku seinna var hann farinn að sofa hjá henni:S við ákváðum að hætta saman i sameiningu en ég get bara engan veginn sætt mig við þetta:( og skil ekki hvernig þetta er hægt.. hann lætur eins og ég veit ekki hvað.. er allt í einu orðinn geðveikt svalur og með geðveika stæla við mig og þessa stelpa er svona gella sem bara sefur hjá ÖLLUM.. en það sem er að flækjast fyrir mér er hvernig þetta sé hægt eftir 3 ára samband:S vegna þess að ég hef ekki áhuga á því að vera með öðrum strákum strax..


Svar:

Sæl

 

 

Það hvernig fólk bregst við sambandsslitum og hvenær það er tilbúið í nýtt samband er ákaflega misjafnt. Fyrrverandi kærastinn þinn virðist hafa verið fljótur að jafna sig og koma sér í nýtt samband sem þér mislíkar. Fyrir þig er líklegast best að horfast í augu við að þið eruð hætt saman og þú getur ekki ætlast til þess að hafa áhrif á eða stjórna hegðun hans, að reyna það á bara eftir að svekkja þig og pirra. Nú er ég ekki að gera lítið úr tilfinningum þínum sem eru góðar og gildar, heldur bara að benda á að fólk er ólíkt og að engin tvö bregðast eins við sambandsslitum.

 

Hitt er svo annað mál að það er kannski ekki endilega gott að fara beint úr einu sambandi í annað þó svo maður telji sig tilbúinn til þess, sérstaklega ef fyrra sambandið var langtímasamband. Það er þó heldur ekkert rétt og rangt í þessum efnum og fyrir þig er mikilvægast að halda þínu striki og láta þetta ekki halda áfram að eyðileggja fyrir þér. Kannski er einhver þarna úti sem þú átt eftir að verða hrifin af en þú kemur ekki auga á hann vegna þess hversu upptekin þú ert af fyrri kærastanum. Kannski væri líka bara gott fyrir þig að vera aðeins ein og átta þig á hlutunum, þú ert jú nýkomin úr löngu sambandi.

 

 

Gangi þér vel,

 

 

Eggert S. Birgisson, sálfræðingur

 

eggert@persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.