Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Ţunglyndi og lyfjameđferđ


Spurning:

Ég var að velta fyrir mér svolitlu...þannig standa málin, ég var greind þunglynd fyrir nokkrum árum og tók inn Zoloft í einhvern tíma man ekki hve lengi. En svo núna síðustu mánuði hef ég verið á fá þessi þunglyndiseinkenni aftur. Ég er orðin það neikvæð að fólk í kringum mig tekur eftir því án þess að ég geri það sjálf, ég er alltaf skapvond, vanlíðanin er mikil og fl. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé bara þetta skammtímaþunglyndi en það hreinlega getur ekki verið. Mér líður bara of illa til þess að þetta gæti verið eitthvað svona lítið. Mig langar að byrja á Zoloftinu aftur eða einhverju til að draga úr þessarri líðan minni því þetta er ömulegt en það tekur enginn mark á því sem ég segji. Er eitthvað sem ég get gert til þess að fá að fara á þessi lyf aftur??


Svar:

Sæl,

Þunglyndi er mjög fjölþætt og flókið vandamál sem getur verið mjög erfitt að takast á við.  Oft vill svo þessi vandi taka sig upp á ný eftir að meðferð við honum er lokið og við orðin grandalaus og hin rólegustu.  Þunglyndi getur verið af ýmsum toga og hættulegt að halda því fram að ein tegund þess sé léttvægari en önnur en þannig er skammdegisþunglyndi alvarlegt vandamál sem getur haft mjög slæm áhrif á þá sem af því þjást.  Almennt er þunglyndi þannig að það veldur mikilli depurð og vonleysi sem svo vindur gjarnan upp á sig og orsakar að okkur líður afskaplega illa.

Nýjustu rannsóknir á þunglyndi hafa sýnt fram á það að umfram líffræðilegan erfðaþátt sem getur gert okkur viðkvæmari fyrir þunglyndi spila umhverfisþættir afar stórt hlutverk í mörgum afbrigðum þunglyndis.  Vegna þessa miklu áhrifa umhverfisþátta í myndun og viðhaldi þunglyndis er afar mikilvægt að vinna á þeim hlutum þunglyndisins ef takast á að ráða niðurlögum þess.  Af þessum sökum er ávallt mælt með að samhliða lyfjameðferð sé unnið á vandanum í samtalsmeðferð.  Þannig hafa ýmis meðferðarform eins og til dæmis Hugræn Atferlismeðferð sýnt fram á góðan árangur í meðferð þunglyndis.

Í bréfi þínu tekur þú fram að þú hafir áður fengið þunglyndisgreiningu og tekið Zoloft en minnist ekki á hvort þú hafir fengið samtalsmeðferð samhliða því.  Ég giska því á að þú hafir einungis tekið lyf en það getur útskýrt ýmislegt.  Þannig er nefnilega að ef umhverfisþættir spila inn í þunglyndi og einungis eru tekin lyf myndast óeðlilegt jafnvægi þar sem forsendur vandans liggja enn óhreifðar.  Þegar svo notkun lyfsins er hætt liggja sömu orsakir enn hjá einstaklingnum og orsaka það að vandinn tekur sig upp á ný.  Ég myndi því hiklaust mæla með því að þú leitaðir þér aðstoðar sálfræðings sem getur hjálpað þér að takast á við vandann og þannig minnkað líkurnar á því að vandinn taki sig upp á ný.  Ef þér finnst þú einnig þurfa lyf þarft þú að leita til geðlæknis sem myndi þá greina þig á ný og skrifa upp á lyf ef hann metur vandann þannig að þörf sé á slíku.

Vonandi hjálpar þetta svar þér eitthvað í leitinni að lausn en endilega hafðu samband ef þú hefur frekari spurningar eða vantar aðstoð við val á sálfræðingi.

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.