Sambönd / Spurt og svarađ

Hreinskilni?


Spurning:

Sæl þið hjá persónu.is ég þarf svo að spurja að einu mér líður svo hrillilega illa. Málið er að ég er búin að vera í fjögurra ára sambandi við alkahólista og það hefur gegnið á mörgu t.d framhjáhöld sem hann framdi og annað ógeðslegt ég hef sent öðrum strák sms og hann öðrum stelpum...en málið er að íþessi fjögur ár höfum við oft hætt saman og ég alltaf farið frá honum og það oftast eftir þessi fyllerí hjá honum þegar hann er að kalla mig hóru og allan anskotan hann hefur aldrei treyst mér og þegar ég var ólétt þá var hann bara ógeðslegur þegar hann drakk og það var mikið, en nú í dag standa ma´lin öðruvísi því allt var búið að ganga vel um tíma hann hætti að drekka sjálfur semsagt á hnefanum en ákvað svo að drekka aftur og í það skipti þá kíldi hann mig og ég fékk glóðurauga og ég fór frá honum en málið er að fyrir þetta fyllerí þá byrjaði ég að senda strák sms sem ég hef alltaf haft tilfinningar til ég bara ræð ekki við þær en ég fer í burtu þegar hann kílir mig og er ekki flutt inn til hans enþá en við erum samt búin að ákveða að taka saman aftur afþví að eftir síðasta fyllerí fékk hann nóg sjálfur og ákvað að fara í meðferð og er að standa sig þvílíkt vel en málið er að e´g er orðin hrillileg persóna þar sem ég ræð ekki við þessar tilfinnigar til hins stráksins sem ég veit að er hrifin af mér. en ég bara lýg og lýg ég get ekki verið hreynskilin það er einsog ég ætli að redda öllu bara sjálf en málið er að nú er kærsta mínum að batna og er alltaf að tala um hreynskilni og ég segist vera hreynskilin en er að ljúa í hann svo er einsog ég sé afbríðissöm útí hann því honum líður orðið svo vel en mér líður enn einsog skít því ég er með svo mikið á samviskunni en samt veit hann af þessum smsum ég sagði honum frá þeim og hann sagðist elska mig það mikið að hann vildi fyrirgefa mér...ég veit hann elskar mig útaf öllu lífinu og ég get ekki hugsað mér að hætta með honum hans vegna samt held ég að það sé það sem ég vil því ég er farin að hafa svo sterkar tilfinningu til hins stráksins en ég get ekki komið mér útur þessari lygi því hann spyr mig á hverjum degi hvort ég vilji vera kærasta hans og ég segi já og hann spyr hvort ég sé eitthvað efins og ég segi nei málið er að ég er hrillilega efins hvernig á ég að koma mér útúr þessari lygi og vera hreynskilin hann á það svo skilið greyið strákurinn ég þori ekki að vera hreynskilin því ég veit hvað hún hefur að fela...en er ekki alltaf best að vera hreynskilin?? takk takk fyrir aðrar ábendingar hérna en sorry hvða þetta er langt ég vona bara að ég fái svar takk fyrir fínan vef...


Svar:

Sæl,

af bréfinu þínu er ljóst að þú hefur verið í ansi stormasömu sambandi sem einkenndist af ofbeldi og lygum.  Nú þegar þið hafið slitið sambandinu og fengið tíma og tækifæri til að endurskoða það er afar mikilvægt fyrir ykkur að fara eftir samvisku ykkar og reyna að vera hreinskilin.  Þú spyrð hvort það sé ekki alltaf best að vera hreinskilin og svarið við því er án nokkurs vafa jú.  Ekki einungis er það mikilvægt fyrir þig persónulega þar sem þú tekur fram að þú berð tilfinningar til annars og vilt í raun ekki vera með þínum fyrrverandi heldur er það einnig mikilvægt fyrir áframhaldandi samband ykkar þar sem þið eruð óhjákvæmlega tengd næstu árin ef þið eigið saman barn.

Ég myndi mæla með að þú kannir þó viðbrögð þín við spurningum þíns fyrrverandi þar sem það hljómar eins og þú bregðist frekar hratt við með lyginni.  Að mínu mati er einhver ástæða fyrir því að þú vilt ekki segja fyrrverandi kærasta þínum frá því að þú berir tilfinningar til annars og viljir ekki vera með honum.  Líklegast er að þú hafir vanið þig á að vera meðvirk í sambandinu þar sem það var mjög stormasamt og erfitt en þá er þeim mun mikilvægara fyrir þig að brjóta mynstrið með því að vera hreinskilin við hann núna.  Eitt atriðis sem hugsanlega hefur áhrif á þetta hjá þér er ábyrgðartilfinning, þú sérð að hann hefur tekið sig á og þar sem þér þykir óhjákvæmilega eitthvað vænt um hann vilt þú ekki bera ábyrgð á því ef honum skyldi hraka.  Það er þó mikilvægt að þú skiljir að þú berð ekki og getur ekki borið ábyrgð á hegðun hans og neyslu.  Í raun er hættulegast fyrir ykkur bæði ef þú ert ekki hreinskilin þar sem þá ferð þú gegn samvisku þinni og blekkir hann og slíkt kemst ávallt upp að lokum.

Vonandi nýtist þetta svar þér, ef þú hefur frekari spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur hér hjá Persona.

 Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.