B÷rn/Unglingar / Spurt og svara­

Klˇsettvandi


Spurning:

Góðan dag. Ég á litla frænku sem er 4 ára. Fyrir nokkru síðan tók hún upp á því að vilja ekki fara á klósettið hjá báðum öfum sínum og ömmum, mér skilst að hún hafi alveg viljað fara á klósettið í leikskólanum sínum og svo náttúrlega heima hjá sér. En núna standa málin þannig að hún vill bara ekki fara á klósettið hjá föðurömmu sinni og afa, en hjá öllum öðrum er það í lagi. Þegar við spyrjum hana af hverju hún vill ekki fara á klóstið hjá þeim þá segir hún bara að sig langi ekki eða þori ekki en vill ekki skýra það nánar. Hún vill til dæmis aldrei drekka hjá þeim því hún veit að þá mun hún líklega þurfa að fara á klósettið. Í dag var hún svo hjá föðurömmu sinni og afa og þurfti að klósettið og hún var farin að pissa í buxurnar svo að hún var neydd á klósettið en þá bara öskraði hún og öskraði og það var hálf móðursýkislegt hjá henni, hún samt pissaði svo í klósettið og var það í lagi þó svo hún sé frekar aum í skapi núna. Svo er hún tiltöllulega nýbyrjuð að vera frekar leiðinleg við föðurömmu sína sem hún hefur samt mest verið í pössun hjá og fengið mesta athygli frá af öfum sínum og ömmum og segir hluti eins og hún vilji ekki koma heim til ömmu og þegar föðuramman er heima hjá frænku minni þá hefur hún sagt við ömmu sína \\"amma ert þú ekki að fara, ég vil ekki hafa þig hérna\\" en þetta er samt bara einstaka sinnum, mjög sjaldan reyndar. Ég var bara að spá hvað gæti valdið þessu? Er þetta bara ekkað tímabil hjá henni, einhverjir stælar bara sem líður hjá? Kveðja, áhyggjufull frænka.


Svar:


Sæl,Þegar börn taka upp á svona skyndilegri breytingu á hegðun er það yfirleitt til marks um að eitthvað sé að.  Erfitt getur verið að segja til um nákvæmlega hvað sé að hjá börnunum þar sem þau eiga oft mjög erfitt með að koma orðum að því sjálf.  Yfirleitt er þarna um að ræða að eitthvað hafi farið illa í barnið sem það tengir ákveðnum kringumstæðum eða hegðunum sem það svo forðast í kjölfarið og alhæfir yfir á aðrar svipaðar kringumstæður (ömmu og afa klósett eru slæm).  Mikilvægt er þó að taka fram að alls ekki þarf að vera að þetta sé neitt til marks um að eitthvað hafi verið gert á hlut barnsins, heldur eingöngu að eitthvað hafi farið fyrir brjóstið á barninu með þessum afleyðingum.  Þetta getur verið eitthvað jafn einfalt og að barnið hafi verið skammað þegar það var á baðherberginu, jafnvel verið látið skeina sig sjálft gegn vilja sínum eða eitthvað álíka.Mikilvægt er að komast til botns í því hvað olli þessari hegðun barnsins og taka á því ef þörf er á.  Ef ekkert alvarlegt eða sérstakt liggur að baki þessari hegðun hnátunnar er mikilvægt að láta ekki undan duttlungum hennar þar sem þeir munu hverfa ef ekki er ýtt undir þá og þeir styrktir. Ef aftur á móti einhver sérstök ástæða liggur að baki sem taka þarf á er mikilvægt að ræða það við hana og aðra sem að málinu koma og koma á sáttum.   Ef þú hefur frekari spurningar hafðu þá endilega aftur samband við okkur hjá Persona.Gangi þér vel,

Eyjólfur Örn Jónsson

Sálfræðingur 

Til baka


Sv÷r vi­ ÷­rum spurningumPrentvŠn ˙tgßfa 

Sko­anak÷nnun

Hefur ˙lit lÝkama ■Ýns mikil ßhrif ß hvernig ■Úr lÝ­ur me­ sjßlfa/n ■ig ?
Svarm÷guleikar

Skrßning ß pˇstlista

T÷lvupˇstfang
Skrß­u ■ig ß pˇstlista persona.is til a­ fß frÚttir og tilkynningar frß okkur Ý framtÝ­inni.