Samskipti / Spurt og svarađ

Miskunnarlaus hópur II


Spurning:

Miskunarlaus hópur? takk fyrir svarið, Miskunarlaus? já, fá mig til að hlýða, já, það er mín tilfynning og enn frekar að taka mig \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\"í gegn\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\" Þessi hópur sem um ræðir eru systkini mín og mágfólk.Yngsta systir mín og hennar maður virðast hafa áhrif á hópin og virðast stjórna að einhverju leiti, þau eru bæði búin að vera með mikil leiðindi við mig til margra ára og höfðu þannig áhrif á hópin að ég varð fyrir leiðinlegu viðmóti.Ástæðan kom fram þegar systir mín réðst að mér fyrir framan hin með mjög miklar persónulegar aðdróttanir.Þau gáfu skýringu á því hvers vegna þau létu svona, jú ég hafði ekki staðið mig í ákveðnu máli.Þetta var rangt og hin systkini mín vita það. Þarna fannst mér eins og hafi verið kveðin upp \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\"dómur\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\" framkoma hinna breyttist við þetta til hins verra. Ég brást við þessari árás en ég var allt í einu komin í sök, hvers vegna, jú ég leyfði mér að setja út á þau.þau hjónin eru mjög dómhörð, gagnrýnin og fara oft fram úr sér í hegðun, þetta vitum við öll, en það má ekki takast á við þetta,ekki ræða þetta. Það eru 7ár síðan þetta var og ég er búin að reyna að ná sáttum við systur mína,þrátt fyrir allt en hún virðist ekki vera tilbúin að taka skrefið til mín nema ég beygi mig algerlega í \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\"duftið\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\" fyrir henni. Ég myndi segja að ég sé úti í kuldanum því framkoman er slík,hundsuð, tiplað á tánum og fl. Það er ég sem hef ekki ennþá alveg gefist upp, en það fer að koma að því, ég er farin að draga mig meira og meira út úr þessum hóp. Þú talar um leikreglur hópsins, jú það eru leikreglur,þar er mikil mismunun í gangi, virðingarleysi, frekja, fordómar og fl. Ég hef reynt að halda í þennan hóp, þetta eru systkini mín,en hvað á maður að líða mikið, get ég farið eftir svona ósanngjörnum leikreglum? Hvað er til ráða? takk fyrir


Svar:

Sæl

Ég vil undirstrika að í fyrra svari var ég alls ekki að taka afstöðu eða mæla bót hegðun hópsins. Það var mín greining að hópurinn virtist miskunnarlaus gagnvart þér og að tilgangurinn væri að fá þig til að hlýða hópnum eða hugsa eins og þau. Við veljum okkur vini en við fæðumst inn í fjölskyldu okkar. Það getur verið breytilegt hvað það skapast mikil vinátta og kærleikur milli systkina. Ef það er mat þitt að þau hafi þig fyrir rangri sök, en þér hafi hingað til ekki tekist að snúa við "dómi" þeirra eða "afplána" í þeirra augum, þú ert enn úti í kuldanum. Ef þú telur einu leiðina að beygja þig í duftið gagnvart systur þinni til að fá hana til að taka þig í sátt og það stríðir gegn þinn réttlætiskennd þá er þá er líklega til of miklis mælst.

Hvað er til ráða? Einn möguleiki er að takmarka samskiptin. Annar möguleiki er að láta sem ekkert sé, eins og þetta hafi aldrei verið vandamál. Það sýnist mér vera algeng leið, þó hún hljómi frekar ósálfræðilega. Þriðji möguleikinn er að forðast að hitta systur þina og mág um tíma og sjá til, en halda áfram að umgangast aðra í fjölskyldunni án þess að minnast á deilur ykkar. Allt þetta miðar við að þú farir ekki eftír ósanngjörnum leikreglum í framtíðinni, en það sé ekki við því að búast að þú fáir algjört réttlæti í fjölskyldu þinni. Vissulega eru þessi ráð málamiðlun, það er ekki gert ráð fyrir endanlegu uppgjöri. Þitt er valið.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.