Ofbeldi / Spurt og svarađ

Ofbeldi?


Spurning:

...jæjaaa.. um daginn var ég að fara niður í bæ með vinkonunum og það var bara pláss fyrir 3 en við vorum 4...Ég þurfti að fara í skottið sem var ógeðslegt og ansalegt...Svo þegar hún keyrði yfir hraðahindrannir þá gaf hún í og öskaraði :NICE og allar hinar stelpurnar endurtóku hana...svona gekk þetta alla leið niður í bæ..Þegar við komum niður í bæ létu þær sem ekkert hafi í skorist...svo fórum við á hverfis og allar stelpurnar fengu að fara inn í VIP röðunni en ekki ég...svo þegar við komum inn voru þær allar að dansa en ég fór bara og fékk mér vodka í burn..Svo lenti ég í slagsmálum við 2 stráka og enginn hjálpaði mér!...Ég vann þá báða með glímubrögðum sem ég læri af Frænda vinkonu minnar...Er þetta Ofbeldi?


Svar:

Sæl

Það má svara spurningu þinni, "er þetta ofbeldi" út frá mörgum sjónarmiðum.

1. Eins og þú lýsir því þá er eins og þú sért ekki meðhöndluð sem jafningi í hópnum. Þér er vísað í skottið og færð ekki að vera í VIP röðinni. Það er líka hægt að segja að þú lætur bjóða þér far í skottinu og skemmtir vinkonum þínum með óhljóðum þegar þið farið yfir hraðahindranir.

2. Er þetta ofbeldi þegar þú lendir í slagsmálum. Það er hægt að segja að þú hafir tekið þátt í ofbeldi með því að slást við strákana, hvort sem þeir byrjuðu eða ekki.

3. Er vodka í "orkudrykk" blanda sem ýtir undir ofbeldi hjá þér? Ef svo er þá er ástæða til að fara varlega.

4. Hvernig viltu að vinkonur þínar komi fram við þig? Er þetta félagsskapur sem þú sækist eftir? Það er líklegt að þú þurfir að setja ákveðin mörk hvað þú ert tilbúin að þola.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.