Tilfinningar / Spurt og svarađ

Miskunnarlaus hópur?


Spurning:

Hvað er hægt að kalla svona framkomu Það er allt dregið í efa sem þú segir, látið í veðri vaka að maður gerir ekkert rétt,stöðugt verið með gagnrýni og reynt að stjórna, beitt þöggun ef maður bryddar upp á umræðu,ráðist að manni með mjög miklar persónulegar aðdróttanir,og vegna þess að á endanum brást ég illa við, og hefur kostað sambandslit þá er ég orðin sökudólgur og viðbrögð mín aðalmálið. með fyrirfram þökk.


Svar:

Sæl

Eins og þú lýsir þessu þá er margt sem bendir til þess að þú sért ekki metin mikils í þessum hópi. Það gilda norm, eða hegðunarviðmið í hópnum sem gera ráð fyrir að allir hugsi eins eða svipað. Hópurinn er samt ekki búinn að gefast upp á þér því þau reyna enn að hafa áhrif á þig með ónærgætnum aðferðum. Líklega þarft þú að ákveða hvort þú viljir vera með í þessum hópi eða viljir reyna það. Það getur verið að þú þurfir að leggja minni áherslu á að tjá skoðanir þínar ef þær passa ekki við andann í hópnum.

Þú spyrð "hvað er hægt að kalla svona framkomu?" Líklega er þetta tilraun til að fá þig til að hlýða. Svo er komið að þér að ákveða hvort þú viljir leggja það á þig að fara eftir leikreglum hópsins. Það getur verið að þér finnist þetta kaldranalegt svar, en hópar eru misjafnlega umburðarlyndir og samkvæmt þinni lýsingu er þessi hópur frekar miskunnarlaus.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.