Persónu- og Persónuleikavandamál / Spurt og svarađ

Einelti - uppruni orđsins


Spurning:

Hvenær og hvar var upphaf orðsins einelti? og hvenær komst það inn í íslenska tungu?


Svar:

Sæl(l)

Mér finnst ég hafa rekist á orðið einelti í bókum frá byrjun 20. aldar. Íslendingasögur eru hér og þar með lýsingar sem minna á einelti, en ég held ekki að orðið sé notað þar.

Ég legg til að þú ræðir Íslenska málstöð um uppruna orðsins (www.hi.is ) eða senda spurningu á Vísindavef HÍ.

Gegnum starf mitt finnst mér eins og það hafi oftast verið litið á einelti sem "eðlilegt fyrirbæri" í skólum fram til 1980. Þetta var yfirleitt reynsla þeirra gengu í skóla á þessum árum ( og eru í dag 40-70 ára). Það var almennt gert lítið úr einelti, sagt að börn og unglingar geti verið miskunnarlaus o.s.frv. Það var yfirleitt ekki vilji hjá skólayfirvöldum að gera neitt í málinu annað en að segja að við eigum öll að vera vinir.

Eftir 1980 hefur verið vaxandi viðleitni til að taka á einelti. Dan Olweus kom fram á sjónarsviðið 1974 og er eineltisáætlun hans fremst á heimsmælikvarða. www.olweus.is Því miður er árangurinn ekki 100%, en baráttan er hafin.

Þú getur séð greinar um einelti á www.persona.is

Einnig læt ég fylgja með skilgreiningu á einelti frá vef ASÍ. www.asi.is

Með kveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Einelti

Einelti er skilgreint sem ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan. Sjá nánar reglugerð nr. 1000/2004, um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum.

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.