Til baka
Er ég þunglynd(ur)?
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar, erum óeðlilega þreytt eða eigum erfitt með svefn. Við tökum þá gjarnan til orða á þá leið „að það liggi fremur illa á okkur í dag.“ Þetta er mjög eðlileg tilfinning og má jafnvel flokka undir breytileika hversdagslífsins. Ef sveiflurnar ganga hinsvegar út fyrir ákveðin mörk hættir þetta að teljast eðlilegt og fer að flokkast sem sjúklegt ástand. Ef áðurnefnd einkenni vara í tvær vikur eða meira geta þau bent til alvarlegs þunglyndis.
Taktu eftirfarandi próf og athugaðu hvort þú hafir sýnt einhver einkenni þunglyndis. Prófið á við líðan þína undanfarna viku. Skráðu viðeigandi svar eftir svarmöguleikunum sem eru gefnir upp hér fyrir neðan.