Ofbeldi / Greinar

Reiði og reiðistjórnun

Reiði er ein af grunntilfinningum mannfólksins. Tilfinning sú er heilbrigð og eðlileg og gefur okkur kraft til að bregðast við og rétta hlut okkar í aðstæðum þar sem okkur finnst hafa verið brotið á okkur á einhvern hátt eða öryggi okkar hafi verið ógnað. Sé reiðin hins vegar of mikil, tíð eða langvarandi, hættir hún að gagnast okkur og verður þess í stað að skaðlegum þætti í lífi okkar. Þegar reiði brýst út eiga sér stað ýmsar líffræðilegar breytingar í líkamanum. Vöðvarnir stífna, blóðþrýstingur hækkar, blóðf...

Lesa nánar

Áfallið eftir innbrot

Flestir ganga í gegnum einhver óþægindi eftir innbrot, en það er þó mismunandi eftir fólki og eðli innbrotsins hversu mikil óþægindin eru og hversu lengi þau vara.   Fyrstu viðbrögð eru oft þau að fólk á erfitt með að trúa að innbrot hafi átt sér stað, sem þróast oft yfir í mikla reiði, pirring og hræðslu.   Sumir eru alveg rólegir í fyrstu, á meðan einstaka fólk fær mjög mikið áfall.   Þessum viðbrögðum fólks, eftir innbrot, hefur verið skipt niður í þrjú stig, það fyrsta á sér stað fyrstu dagana eftir innbrotið og þá eru viðbrögðin t.d. hræðsla, og margir upplifa þá tilfinningu um að innbrotsþjófurinn hafi þröngvað sér inn í einkalíf og friðhelgi þess.   Á þessu stigi á fólk oft erfit...

Lesa nánar

Kynferðisleg misnotkun á börnum

Samkvæmt erlendum rannsóknum verða í kringum 20% stúlkna og 10 til 15% drengja fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. Ef fólk grunar að barn sé misnotað kynferðislega ætti það tafarlaust að tilkynna það yfirvöldum. Langtímaáhrif kynferðislegrar misnotkunar eru langoftast skelfileg og því fyrr sem brugðist er við þeim mun betra. Kynferðisleg misnotkun á barni getur átt sér stað innan fjölskyldu, frá hendi foreldri, stjúpforeldri, systkina eða öðrum ættingjum eða þá utan heimilis, frá vini, nágranna, barnfóstru, kennara eða ókunnugum. Ef barn verður fyrir kynferðislegri misnotkun hefur það víðtæk áhrif á tilfinningar þess, hugsanir og hegðun. Ekkert barn er tilbúið að kljást við ...

Lesa nánar

Reiði og ofbeldi

Hvað er ofbeldi/ árársarhneigð? Almenningur virðist hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar segja okkur frá alvarlegum ofbeldisverkum sem framin eru á Íslandi og gera um leið ofbeldi sýnilegra fyrir hinum almenna borgara. Ofbeldi er þegar líkamlegu afli er beitt gegn öðrum einstaklingi. Um gæti verið að ræða hóp einstaklinga sem ræðst á einn mann í miðborg Reykjavíkur án nokkurra sýnilegra ástæðna, heimilisfaðir sem lemur konu sína og/eða börn eða fíkill sem beitir ofbeldi í þeim tilgangi að afla fjár fyrir fíkniefnum. Ofbeldi getur stundum verið knúið áfram af árásarhneigð eða um tilviljunarkennt ofbeldi er að ræða, t.d. geta stympingar í biðr...

Lesa nánar

Gerendur kynferðisofbeldis

Hvað er barnahneigð (Paedophilia)? Barnahneigð er skilgreind sem síendurtekin og sterk kynþörf ásamt kynórum gagnvart börnum sem hafa ekki náð kynþroskaaldri. Samkvæmt skilgreiningu er einstaklingur, sem haldinn er barnahneigð, 16 ára eða eldri og er að minnsta kosti 5 árum eldri en barnið. Breytilegt er hvort viðkomandi leitar á börn af sama kyni og hvort börnin sem leitað er á séu innan fjölskyldunnar eða utan hennar. Sumir með barnahneigð eru giftir og lifa "eðlilegu" fjölskyldulífi, (alla vega getur það litið þannig út fyrir utanaðkomandi aðila), og sýna einnig áhuga á kynlífi með fullorðnum. Aðrir lifa aftur á móti einir og oft einangraðir frá umhverfi sínu, og kynþörf þeirra og kynórar beinast ...

Lesa nánar

Ofbeldi meðal barna og unglinga

Almenningur hefur síauknar áhyggjur af ofbeldi meðal barna og unglinga. Þetta flókna og erfiða vandamál er málefni sem foreldrar, kennarar og stjórnvöld þurfa að ígrunda vel og skilja.  Börn á leikskólaaldri geta sýnt ofbeldisfulla hegðun. Foreldrar og aðrir sem verða vitni að slíku verða oft áhyggjufullir en oftar en ekki vonast þeir til þess að barnið vaxi upp úr þessu. Ofbeldisfull hegðun hjá barni, á hvaða aldri sem er, verður alltaf að taka með fyllstu alvöru. Ekki má líta á hegðunina sem eitt þroskastig barnsins og þar með líta framhjá henni.  Ofbeldisfull hegðun  Ofbeldisfull hegðun getur birst á ýmsan hátt til dæmis í skapofsaköstum, árásargirni, slagsmálum, hótu...

Lesa nánar

Næsta síða

Prentvæn útgáfa 

Skoðanakönnun

Hefur úlit líkama þíns mikil áhrif á hvernig þér líður með sjálfa/n þig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráðu þig á póstlista persona.is til að fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíðinni.